Af hverju mátt þú ekki missa af IMaR 2022
Skráðu þig núna til að njóta bestu kjara!
Innovation, Megarprojects and Risk (IMaR) er alþjóðleg ráðstefna á vegum Háskólans í Reykjavík og Verkfræðingafélags Íslands. IMaR er haldin í tengslum við Dag verkfræðinnar 20-21 október næstkomandi. Á IMaR flyta erindi leiðandi fræðimenn á sviði verkfræði, nýsköpunar, fjármála, risaverkefna, áhættu o.fl. Viðfangsefnin varða margt af því mikilvægasta sem samfélagið okkar glímir við. Sumir af þeim sem stíga á stokk á IMaR eru heimsþekktir fræðimenn sem hafa fært okkur nýja þekkingu og aukið skilning stjórnvalda, stjórnenda, hönnuða, ráðgjafa, fjárfesta o.fl. á þeim áskorunum sem fylgja okkar tímum.
Dæmi um fyrirlesara eru:
Dr. Werner Rothengatter, einn helsti sérfræðingur Evrópu á sviði áhættu og risaverkefna. Einn höfunda metsölubókarinnar Megaprojects and Risk.
Dr. Hans Georg Gemunden einn helsti sérfræðingur Evrópu á sviði verkefnastjórnunar og verkefnavæðingar (projectification).
Dr. Dorota Kuchta sem hefur birt einkar áhugaverðar rannsóknir á sviði ákvörðunarfræða, áhættu og verkefnastjórnunar.
Dr. Martina Huemann ritstjóri eins virtasta fagtímarits heimsins á sviði verkefnastjórnunar og verðlaunaður fræðimaður á sviði mannauðsstjórnunar.
Dr. Gro Volden sem leiðir eina áhugaverðustu umbreytingu Evrópu til betri starfshátta á sviði verkefnastjórnsýslu í Noregi. Umbreytingar sem hefur vakið heimsathygli og aðdáun þeirra sem vilja skora á hólm framúrkeyrslu kostnaðar og aðra óráðsíu.
Dr. Jaakko Kujala sem er einn helsti sérfræðingur Finna í notkun gervigreindar til að kenna verkefnastjórnun og fleiri faggreinar.
Þetta eru nokkur dæmi um erlenda fyrlrlesara en á IMaR eru fjöldi annarra frábærra fræðimanna, erlendra sem innlendra, sem fjalla um jafn fjölbreytt viðfangsefni eins og einkafjámögnun opinberra verkefna (PPP), áhættu og eldfjöll, svefn sem hluti af því að ná árangri í starfi, hvernig verkefni og verkefnastjórnsýsla er að taka yfir stjórnunarhætti, hvernig Ísland getur tamið kostnaðarframúrkeyrslu, áhættusöm verkefni í bráð og lengd, nýjar rannsóknaraðferðir til að mæla áhættu og svona mætti áfram telja. Dæmi um fyrirlesara eru Svana Helen Björnsdóttir, Dr. Sverrir Ólafsson, Dr. Haukur Ingi Jónasson, Dr. Erna Sif Arnardóttir, Dr. Eyþór Ívar Jónsson, Dr. Helgi Þór Ingason, Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson, Dr. Inga Minelgaité, Dr. Þorgeir Pálsson, Dr. Þorvaldur Þórðarson o.fl.
IMaR er ekki aðeins vettvangur til að tileinka sér nýja þekkingu heldur einnig til að hitta aðra og njóta samvista við fólk, sem hefur áhuga á framtíðinni og hvernig henni verður best skipað, við bestu aðstæður á Hotel Nordica Hilton þann 20 október nk. Dagur verkfræðinnar er síðan haldinn í beinu framhaldi þann 21 október. Þar verður öllu til tjaldað í tilefni af 110 ára afmælis Verkfræðingafélags Íslands sem er aðalstyrktaraðili IMaR og er aðgangur ókeypis.
Kynntu þér dagskránna og tryggðu þér aðgang tímanlega á þessa metnaðarfullu atburði hér.
Bestu kjör á IMaR gilda til 01.10 næstkomandi.